Kvennadeild Landspítala

Jim Smart

Kvennadeild Landspítala

Kaupa Í körfu

Reynir Tómas Geirsson yfirlæknir tilbúinn með skærin til að klippa á "naflastrenginn" en að baki honum eru Arnar Hauksson yfirlæknir og yfirljósmæðurnar, Sigríður Sía Jónsdóttir og Margrét Hallgrímsson. MIÐSTÖÐ mæðraverndar var formlega tekin í notkun í húsnæði Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur við Barónsstíg í gær. Miðstöðin varð til með sameiningu mæðradeilda Kvennadeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss og Heilsuverndarstöðvarinnar í eina samhæfða deild, sem ákveðin var með undirritun samnings milli þessara aðila í júní 1999. Opnunarathöfnin hófst með því að forráðamenn deildanna klipptu á "naflastreng" sem strengdur hafði verið frá anddyri Kvennadeildar Landspítalans að styttu af móður og barni sem stendur fyrir framan deildina. Þaðan gekk starfsfólk miðstöðvarinnar með strenginn undir höndum að Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg 47 þar sem fram fór stutt dagskrá í tilefni dagsins og gestir gátu skoðað húsakynni Miðstöðvar mæðraverndar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar