Góða veðrið

Kristján Kristjánsson

Góða veðrið

Kaupa Í körfu

Góða veðrið lék við Akureyringa í gær og sól skein í heiði. Eins og jafnan á sólríkum dögum þyrstir marga í ís og þá verður hinn landsfrægi Brynjuís fyrir valinu hjá mörgum. Andrea Davíðsdóttir og Hannes Rúnar Hannesson voru einmitt í þeim hópi en þau voru að sleikja sólskinið og Brynjuís þegar ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þau. Hitamælinn á lögreglustöðinni á Akureyri sýndi yfir 8 stiga hita um miðjan dag í gær en hitamælirinn á Ráðhústorgi fór hins vegar í 18 stiga hita á sama tíma. Þótt veðrið leiki við Akureyringa þessa dagana er útlitið ekkert allt of bjart, því á sunndag á hann að snúa sér til norðlægrar áttar með slyddu eða snjókomu norðanlands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar