Fjögur létust í skála við Veiðivötn

Þorkell Þorkelsson

Fjögur létust í skála við Veiðivötn

Kaupa Í körfu

Þrír karlmenn og ein kona fundust látin í veiðiskála við Veiðivötn Talin hafa látist af völdum kolsýringseitrunar ÞRÍR karlmenn og ein kona fundust látin seinni hluta sunnudags í einu af veiðihúsum Veiði- og fiskiræktarfélags Landamannaafréttar við Veiðivötn í Rangárvallasýslu. Talið er að þau hafi látist af völdum kolsýringseitrunar sem myndast m.a. við bruna í gaslampa sem fannst í veiðihúsinu. Hin látnu voru Sigurður Jónsson, 50 ára, dóttir hans Eva María Sigurðardóttir, 24 ára, Örn Sigurbergsson, 51 árs, og Óli Ágúst Þorsteinsson, 37 ára. MYNDATEXTI: Veiðihús Veiði- og fiskiræktarfélags Landamannaafréttar við Veiðivötn í Rangárvallasýslu (3 menn og 1 kona fórust þegar gaslampi brendi upp allt súrefni í kofa þar sem þaug sváfu.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar