Fatahönnun

Fatahönnun

Kaupa Í körfu

KRISTÍN Cardew þverflautuleikari gaf flautuna upp á bátinn fyrir fjórum árum og sneri sér að fatahönnun. Hún bjó þá í París og var boðið að taka þátt í tískumessu fyrir unga hönnuði. Nokkru síðar tók hún þátt í Chelsea Crafts Fair í Bretlandi og fékk í kjölfarið pantanir frá Bandaríkjunum, Írlandi og Bretlandi. Á liðnu vori, stuttu eftir að Kristín flutti hingað heim, opnaði hún, í félagi við Guðrúnu Kristínu Sveinbjörnsdóttur, fatahönnuð, verslunina KC og Gust, þar sem þær stöllur selja eingöngu eigin hönnun. Flíkurnar, sem Kristín hannar, eru bæði handprjónaðar og vélprjónaðar. Fram til þessa hefur hún fullunnið fatnaðinn sjálf, en vegna aukinnar eftirspurnar hefur hún fengið Prjónastofuna Janus sér til aðstoðar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar