Ísland - Ungverjaland 0:2

Brynjar Gauti

Ísland - Ungverjaland 0:2

Kaupa Í körfu

"Það var margt jákvætt við leik okkar í fyrri hálfleiknum en ef maður horfir á leikinn í heild sinni þá voru Ungverjarnir einfaldlega betri aðilinn í seinni hálfleik og virðast vera í betra leikformi en við. Úrslitin voru vissulega ekki þau sem við vonuðumst eftir, við áttum að geta betur," sagði Eiður Smári Guðjohnsen við Morgunblaðið eftir leikinn við Ungverja á laugardaginn. Myndatexti: Eiður Smári Guðjohnsen fékk nokkur færi til þess að skora í leiknum við Ungverja. Hann segir að væri hann í betri æfingu hefði honum lánast að nýta eitthvert þeirra. Hér er Eiður að fylgjast með knettinum ásamt Ungverjanum Flóríán Urbán. Ungverjar lögðu Íslendingum í vináttuleik liðana á Laugardalsvelli,2:0, og skoruðu Ungverjar mörkin á síðasta stundarfjórðungi leiksins. Zsolt Löw skoraði á 76. mínútu með föstu skoti frá vítateig og Pal Dardai bætti við öðru marki á 85. mínútu, einnig með þrumuskoti en utan vítateigs. Leikur íslenska liðsins var mun betri í fyrri hálfleik en í þeim síðari. Íslenska liðið átti hinsvegar ágæt færi í leiknum, þá sérstaklega Eiður Smári Guðjohnsen.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar