Ísland - Ungverjaland 0:2

Brynjar Gauti

Ísland - Ungverjaland 0:2

Kaupa Í körfu

"Við viljum að sjálfsögðu vinna alla leiki, en sem betur fór töpuðum við engum stigum gegn Ungverjum. Við munum taka með okkur það jákvæða úr þessum leik og nýta mistökin til að bæta okkur. Það er engin spurning að við komum sterkari til leiks í október þegar við förum að berjast um stigin við Skota," sagði Rúnar Kristinsson, fyrirliði Íslands. Myndatexti: Rúnar Kristinsson var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum við Ungverja, einkum í fyrri hálfleik þegar hann fékk að leika lausum hala. Í þeim síðari gáfu andstæðingarnir honum betri gætur. Ungverjar lögðu Íslendingum í vináttuleik liðana á Laugardalsvelli,2:0, og skoruðu Ungverjar mörkin á síðasta stundarfjórðungi leiksins. Zsolt Löw skoraði á 76. mínútu með föstu skoti frá vítateig og Pal Dardai bætti við öðru marki á 85. mínútu, einnig með þrumuskoti en utan vítateigs. Leikur íslenska liðsins var mun betri í fyrri hálfleik en í þeim síðari. Íslenska liðið átti hinsvegar ágæt færi í leiknum, þá sérstaklega Eiður Smári Guðjohnsen.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar