Hlíðaskóli

Jim Smart

Hlíðaskóli

Kaupa Í körfu

Um120 unglingar í Hlíðahverfi hafa undanfarnar vikur lítið sést heima hjá sér. Ástæðan er að þeir verja öllum sínum tíma í skólanum. Það er þó ekki stærðfræði og danska sem dregur krakkana að skólahúsinu heldur tveggja tíma leiksýning sem gengur fyrir fullu húsi hjá þeim um þessar mundir. Sýningin heitir Blokk númer 7 og er afrakstur vinnu ungmennanna með kennara sínum og leikstjóra, Önnu Flosadóttur, en um 80% nemenda í 8., 9. og 10. bekk Hlíðaskóla taka þátt í henni. Af 117 nemendum eru hvorki meira né minna en 92 leikarar en nemendur sjá einnig um allt annað sem viðkemur sýningunni, allt frá leikrituninni sjálfri að lýsingu, leikmynd, leikmunum, búningum og svo mætti lengi telja. Myndatexti: Þau hafa búið í Hlíðaskóla síðustu vikur ásamt fleirum: Aftari röð f.v.: Anna Flosadóttir, kennari og leikstjóri, Ármann Davíð Sigurðsson, Freysteinn Oddsson og Sigurður Björnsson. Fremri röð: Rósa Björk Þórólfsdóttir, Arna Sigríður Ásgeirsdóttir og Erna Halldórsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar