Áslaug Magnúsdóttir á valdamesta listanum

Áslaug Magnúsdóttir.
Áslaug Magnúsdóttir. mbl.is/Golli

Tískuiðnaðurinn er flókið fyrirbæri sem byggist á ótal skapandi og öflugum einstaklingum. Þessi einstaklingar koma úr mismunandi áttum og hafa ólíkan bakgrunn. Á lista yfir 500 áhrifamestu einstaklinga tískuiðnaðarins samkvæmt heimasíðu Business of Fashion er einn Íslendingur, Áslaug Magnúsdóttir.

Áslaug Magnúsdóttir er frumkvöðull og kaupsýslukona, hún býr og starfar í New York. Áslaug er stofnandi og forstjóri veffyrirtækisins Tinker Tailer. BoF 500-listinn þykir virtur enda er hann prýddur af flottustu hönnuðum, fyrirsætum, kaupsýslufólki og ritstjórum heims svo eitthvað sé nefnt. Ásamt Áslaugu á listanum virta eru einstaklingar á borð við Anna Wintour, Cara Delevingne, David Beckham, Jean Paul Gaultier og Kate Moss og verður þetta því að teljast mikill heiður að komast á slíkan lista.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Áslaug hlýtur athygli fyrir störf sín því hún var kos­in ein af 100 mest skap­andi mann­eskj­um í viðskipt­um af tíma­rit­inu Fast Comp­any ásamt því að vera kos­in ein af þeim 50 valda­mestu í tísku­heim­in­um af vefsíðunni Fashi­on­ista. 

Ritstjóri bandaríska Vogue, Anna Wintour, hefur mikil völd innan tískuiðnaðarins.
Ritstjóri bandaríska Vogue, Anna Wintour, hefur mikil völd innan tískuiðnaðarins. AFP
Cara Delevingne er ein vinsælasta fyrirsætan um þessar mundir.
Cara Delevingne er ein vinsælasta fyrirsætan um þessar mundir. FACUNDO ARRIZABALAGA
Fyrrverandi fótboltamaðurinn David Beckham. Það þekkja hann flestir.
Fyrrverandi fótboltamaðurinn David Beckham. Það þekkja hann flestir. mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál