Hvað gerðist bak við tjöldin hjá Balta?

Myndirnar sýna hvað gerist á bak við tjöldin.
Myndirnar sýna hvað gerist á bak við tjöldin. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Spennumyndin Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks verður frumsýnd á Íslandi 9. september og á kvikmyndahátíð í Toronto sömu helgi. Síðustu 70 daga hefur RVK Studios birt skemmtilegar myndir að tjaldabaki á Instagram-síðu sinni. Myndirnar eru teknar af Lilju Jónsdóttur en þær verða til sýnis á ljósmyndasýningu í Gym & Tonic-salnum á Kex Hostel á Menningarnótt.

Hægt er að fylgjast með RVK Studios á Instagram en birtar verða myndir alveg fram að frumsýningu.

Frétt mbl.is - Ný stikla úr Eiðinum komin út

Baltasar Kormákur og Hera Hilmarsdóttir ræða málin.
Baltasar Kormákur og Hera Hilmarsdóttir ræða málin. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Myndin Eiðurinn segir frá hjartaskurðlækninum Finni sem þykir skara fram úr í starfi sínu. Þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttar kjöl, hvað sem það kostar.

Auk þess að leikstýra og framleiða myndina leikur Baltasar aðalhlutverkið. Hera Hilmarsdóttir leikur dótturina Önnu og Gísli Örn Garðarsson er í hlutverki kærastans. Hand­ritið er byggt á upprunalegri sögu Ólafs Eg­ils Eg­ils­son­ar en er skrifað af þeim Ólafi og Baltas­ar.

#eiðurinn #einadag #behindthescenes @liljajonsphotograhpy

A photo posted by Rvk Studios (@rvk_studios) on Aug 16, 2016 at 4:39am PDT

#eiðurinn #einadag #behindthescenes

A photo posted by Rvk Studios (@rvk_studios) on Aug 10, 2016 at 2:47am PDT

#eiðurinn #einadag #behindthescenes

A photo posted by Rvk Studios (@rvk_studios) on Jul 29, 2016 at 4:01am PDT

#eiðurinn #einadag #behindthescenes

A photo posted by Rvk Studios (@rvk_studios) on Jul 26, 2016 at 3:08am PDT

A photo posted by Rvk Studios (@rvk_studios) on Jul 18, 2016 at 4:31am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál