Ferskur matur fyrir ungbörn

Haukur Magnússon telur að hagræðing í sumum fyrirtækjum hafi gengið …
Haukur Magnússon telur að hagræðing í sumum fyrirtækjum hafi gengið út í algerar öfgar. Rax / Ragnar Axelsson

Ferskur íslenskur barnamatur er nú fáanlegur í verslunum í fyrsta skipti. Er það Barnavagninn ehf. sem hefur sett hann á markað en fyrirtækið er í eigu Ávaxtabílsins og Eignarhaldsfélags Suðurnesja.

„Við erum alltaf í návígi við ávexti og grænmeti og erum búin að gera mikið á þessum markaði í því að hollustuvæða hann. Okkur fannst mjög einkennilegt að það væri ekki boðið upp á ferskan mat fyrir ungbörn eins og fullorðna. Að sjá allar þessar krukkur við stofuhita með árs geymsluþol eða jafnvel meira er ekki í okkar anda. Við vildum koma með eitthvað skemmtilegra,“ segir Haukur Magnússon, stofnandi Ávaxtabílsins og Barnavagnsins.

Í boði eru sex tegundir af barnamat; rófur, gulrætur, sveskjur, epli, blanda af bönunum og döðlum og blanda af gulrótum, rófum og kartöflum. „Þetta eru þrjár tegundir af grænmeti og þrjár af ávöxtum. Íslenskt hráefni er meginuppistaðan. Mér sjálfum finnst þetta vera ekta stemning sem ætti að eiga upp á pallborðið hjá landanum á þessum tímapunkti. Íslensk vara sem kemur úr íslenskum bæ. Þess vegna er ég bjartsýnn á að við fáum stuðning foreldra og þetta gangi allt upp,“ segir Haukur.

Gaman að vera í Garðinum

Fyrirtækið Barnavagninn er í Garðinum og skapar að jafnaði vinnu fyrir þrjá til fjóra heimamenn. „Okkur vantaði fjármagn til að geta gert þetta að veruleika. Ég byrjaði á að athuga hvort það væri möguleiki á stuðningi á Suðurnesjum. Þar fengum við stuðning atvinnuþróunarsjóðs sem heitir Eignarhaldsfélag Suðurnesja og á það Barnavagn með mér. Það er líka gaman að vera úti á landi. Í Garðinum er mikill velvilji og gaman að taka þátt í því að byggja upp annars staðar en á höfuðborgarreitnum,“ segir Haukur.

Spurður hvort hann eigi sjálfur börn sem borði maukið frá Barnavagninum segir Haukur þau nú vera vaxin upp úr því en þau verði nú samt að smakka. „Það skrifaði ein á Facebook áðan að hún hefði notað banana- og döðlumaukið í eftirrétt. Svo það má nota það á ýmsa vegu, t.d. eins og eplamaukið í eplabökur og slíkt. Rófu-, gulróta- og kartöflumaukið getur líka orðið að íslenskri kjötsúpu fyrir börnin með því að mauka vel soðið kjöt samanvið,“ segir Haukur að lokum.

www.barnavagninn.is
Haukur Magnússon, annar eigandi Ávaxtabílsins
Haukur Magnússon, annar eigandi Ávaxtabílsins
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál