Ásar í Ófærð í raun Hvammsvík Skúla

Hvammsvík er staður í utanverðum Hvalfirði.
Hvammsvík er staður í utanverðum Hvalfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrsti þáttur þriðju þáttaraðar af Ófærð fór í loftið á sunnudagskvöldið á RÚV. Jörðin Ásar kom þar nokkuð við sögu en glöggir áhorfendur áttuðu sig á því að útisenurnar voru teknar í Hvammsvík í Hvalfirði sem Skúli Mogensen á. 

Hvammsvík er í Hvalfirði en í Ófærð á jörðin Ásar hins vegar að vera á Norðurlandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem byggingar eru færðar á milli landshluta í þáttunum ef svo má að orði komast. Í fyrstu þáttaröð þótti mörgum undarlegt að búið væri að skeyta saman Siglufirði og Seyðisfirði. Í annarri þáttaröð sást vegasjoppunni Ferstiklu bregða fyrir á Norðurlandi en hið sanna er að skálinn er einmitt líka í Hvalfirði rétt eins og Hvammsvík. 

Aðkoman að Ásum í Ófærð 3.
Aðkoman að Ásum í Ófærð 3. Skjáskot/RÚV

Athafnamaðurinn Skúli Mogensen, stofnandi Wow, býr í Hvammsvík og leigir út húsnæði þar. Hann stefnir á frekar uppbyggingu í ferðaþjónustu og eru sjóböð í Hvammsvík á dagskrá. Skúli setti sumarhúsalóðir á landinu á sölu í haust og prýddi Hvammsvík forsíðu Húsa og híbýla í sumar. 

Svartar byggingar úr Ófærð 3.
Svartar byggingar úr Ófærð 3. Skjáskot/RÚV
mbl.is