Appreciate The Details

Appreciate The Details

 

Kári Sverriss er ljósmyndari frá Reykjavík, hann hefur sérhæft sig í innanhúss, matar og tísku og auglýsingaljósmyndun síðan hann útkrifaðist með Meistaragráðu frá London College of Fashion árið 2014. Kári kennir ljósmyndun og markaðssetningu á samfélagsmiðlum í ljósmyndaskólanum.

Hann hefur myndað og stíliserað fyrir matar og innanhús myndatökur ásamt því að hafa lært grunn í blómaskreytingum. Kári hefur unnið fyrir tímarit eins og hús&híbýli, ELLE, Glamour, Marie Claire og Lofficiel ásamt því að hafa myndað fyrir merki eins og Max Mara, Eucerin, Bláa Lónið ofl.

 

Ragnar Sigurðsson er innanhússarkitekt (FHI) frá Reykjavík, útskrifaðist árið 2014 með BA gráðu frá IED í Barcelona, eftir að hafa búið þar um árabil. Hann býr yfir reynslu í hönnun heimila, verslunarrýma, hótela og veitingastaða. 

Hann fer nýjar og spennandi leiðir í skipulagi og hönnun, með næmt auga fyrir smáatriðum og það að markmiði að skapa heillandi rými með fallegri umgjörð. Með þarfir og óskir hvers og eins að leiðarljósi.