c

Pistlar:

23. september 2015 kl. 13:19

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Einföld ráð fyrir daglega vellíðan

Ég held reglulega stuðningsnámskeið sem byggja á HREINT MATARÆÐI, bókinni eftir úrúgvæska hjartalækninn Alejandro Junger. Þá er um að ræða nokkurra vikna breytt mataræði, sem stuðlar að hreinsun líkamans og gefur honum í raun tækifæri til viðgerða. Þótt slíkir kúrar séu teknir t.d. einu sinni á ári er auðvelt að setja sér ákveðnar reglur, sem tryggja að kerfi líkamans fái reglulega þann stuðning sem þau þurfa á að halda til að starfa sem best.

Hér eru nokkrar ráð sem stuðlað geta að daglegri vellíðan og góðri heilsu:

  1. Byrja daginn á góðum hristingi (bústi) með trefjum og prótíni eða fá sér grænan dús. Mér hefur alla vega reynst vel að hafa a.m.k. eina máltíð dagsins í nokkuð fljótandi formi, þótt misjafnt sé dag frá degi, hversu þykkir hristingarnir mínir eru.
  2. Drekka mikið vatn - helst 2 lítra eða meira daglega. Líkaminn er hlaðinn rafboðum og þegar við drekkum vatn veitir það boðunum leiðni, sem gerir það að verkum að við verðum orkumeiri. Að auki stuðlar vatn að því að losa líkamann við úrgangsefni þegar unnið hefur verið úr fæðunni, í gegnum þvag, svita og hægðir.
  3. Gefa líkamanum 12 tíma matarhvíld frá því síðustu máltíðar er neytt á kvöldin og fram að því að fyrstu máltíðar er neytt næsta morgun. Samkvæmt kenningum Jungers, þarf líkaminn 8 tíma til að melta matinn sem við höfum neytt daginn áður og líffærin þurfa aðra 4 tíma til að losa sig við úrgangsefnin sem eftir sitja.
  4. Fara að sofa vel fyrir miðnætti því svefn fyrir miðnætti skilar mun betri hvíld fyrir líkamann en þegar vakað er langt fram á nótt og sofið frameftir á morgnana.
  5. Stunda einhverja líkamsrækt daglega. Þetta þarf ekki að vera flókið. Gönguferð í 30-45 mínútur og nokkrar teygjur á eftir geta gert kraftverk og kosta ekki neitt, nema viljann til að fara út og ganga.
  6. Gæta þess að meltingin sé í góðu lagi og að hægðir séu reglulegar, helst 2svar á dag. Í kínverskum læknisfræðum er talað um að við eigum að losa þarmana áður en við bætum einhverju í meltingarveginn. Hvort sem við fylgjum því eða ekki er gott að hafa það að reglu að “safna” ekki birgðum í þarmana. Það getur valdið alls konar heilsufarsvandamálum.

HREINT MATARÆÐI – 4 hefst 12. október n.k. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á gb@gudrunbergmann.is

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira