c

Pistlar:

10. október 2015 kl. 9:46

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Barnavörur án eiturefna og ofnæmisvalda

hjartaband_-_eplarau_ar_appelsi_769_nugular_hei_gular_grasgraenar_tu_769_rki_769_s_og_bla_769_berjabla_769_ar_perlu.jpgÉg elska frumkvöðla og fólk sem hefur kjark og dug til að fylgja hugmyndum sínum eftir og láta drauma sína verða að veruleika. Þetta er yfirleitt áræðið fólk, sem hendir sér út í djúpu laugina og leggur til sunds, þótt það sé ekki búið að gera sér alveg grein fyrir hversu löng laugin er, en treystir því bara að það nái yfir. Ég hef líka alltaf augun opin fyrir þeim sem leggja áherslu á að hafa eiturefnafrí efni í því sem verið er að framleiða eða selja, og deili með öðrum, því ég tel slíkar vörur hag okkar allra.

Eiturefnalausar vörur fyrir börn
Ein þessara duglegu frumkvöðla er Kristjana Jokumsen, uppeldis- og fötlunarfræðingur. Eftir að hafa horft á lítið barn vinkonu sinnar naga snudduband úr lökkuðum kúlum, fékk hún þá hugmynd að framleiða snuddubönd úr eiturefnalausum siliconkúlum. Kúlurnar eru lausar við þungmálma og innihalda ekki Latex, Nitrosamine, Phthalate, BPA eða PVC, svo þær eru ekki ofnæmisvaldandi. Þær eru því algerlega skaðlausar litlum munnum, sem hafa tilhneigingu til að naga allt sem hönd á festir fyrsta árið og jafnvel lengur.

Út frá þessari snuddubandahugmynd varð til Jokumsen vefverslun, þar sem finna má nokkrar vörulínur af snudduböndum, sem allar hafa sitt sérkenni. Hjartaböndin eru með einu hjarta og eiga að vera táknræn fyrir þann kærleika sem myndast milli barns og foreldris. Kjarnaböndin eru með sexhyrningi, en orðið kjarni er ávísun í fjölskylduna og þann kjarna sem rækta þarf innra með sér til að foreldrar geti gefið af sér til barna sinna. Fjölskylduböndin eru hálsmen ætluð foreldrum, ömmum og jafnvöl öfum ungra barna, sem geta þá leyft börnunum að naga hálsmenin sín án ótta við að þau skaðist af því. Fjórða línan er svo Systkinabönd, en það eru armbönd ætluð eldra systkini nýfæddra barna. Þau eldri eiga það til að verða afbrýðisöm þegar nýtt barn bætist í hópinn, en með systkinabandinu myndast tenging við það.

Sumar línur snuddubandanna fylgja árstíðunum og sú nýjasta heitir Haustbönd, tengd þeirri árstíð sem nú stendur yfir.

Gefið til góðgerðarmála
Þegar Kristjana dvaldi sem Au-pair í Bandaríkjunum, fyrir um 10 árum síðan, kynntist hún þeirri menningu að gefa til góðgerðarmála. Hún tók því ákvörðun um það strax í upphafi reksturs að styrkja gott málefni. Þar sem sum hjörtu eru veikari en önnur, rennur 10% af hverju seldu Hjartabandi til Neistans – Styrktarsjóðs hjartveikra barna og í október rennur 10% af sölu Haustbanda til Styrktarsjóðs krabbameinsveikra barna (SKB).

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira