c

Pistlar:

5. desember 2015 kl. 9:24

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Elska þennan árstíma

Ég viðurkenni fúslega að ég elska þennan árstíma, því ég er svo mikið jólabarn. Það er svo margt sem er heillandi við hann. Allar fallegu vörurnar í verslunum, sem sumar hverjar sjást bara á þessum árstíma. Bara það eitt að fara og skoða gleður hjarta og sál. Með árunum hafa ljósum sem skreyta hús og verslanir fjölgað. Þau lýsa upp myrkrið hjá okkur og gefa því hlýlegan blæ, svo við tökum varla eftir því að dagsbirtunnar nýtur stundum bara í þrjá tíma eða svo.

Aðventan og jólin eru líka sérstakur fjölskyldutími með fleiri samverustundum en vanalega, sem er auðvitað dásemdin við þennan árstíma. Þá eru gjarnan rifjaðar upp minningar fyrri jóla, sem allar eru umvafðar einhverjum ævintýraljóma. Hefðir sem gengið hafa mann fram af manni eru viðhafðar eða nýjar skapaðar í tengslum við hátíð ljóssins.

Ég skreyti alltaf allt hjá mér fyrsta sunnudag í aðventu og svo tekur við tími þar sem ég horfi á gamlar jólamyndir, aftur og aftur, ár eftir ár, því þær eru hluti af jólastemmingunni. Svo dreg ég gjarnan fram bækur sem tengjast jólunum og les þær, auk þess sem ég er vön að leggja eina eða fleiri púslur í kringum jólin.

Dásamlegur tími sem þessi jólamánuður er.

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira