Heilsa og útivera

mynd
11. nóvember 2019 kl. 8:10

Svefn er mikilvægur fyrir heilsuna

Svefnvandamál eru mun alvarlegri fyrir heilsufar líkamans en flestir gera sér grein fyrir. Svefninn er nefnilega ein af grunnstoðum góðrar heilsu, ef ekki aðalundirstaða hennar. Við vitum öll að við þurfum að sofa en fáir gera sér grein fyrir því hversu mikilvægur svefninn er andlegri og líkamlegri heilsu okkar. Meðan við hvílum okkur nýtir líkaminn nefnilega tímann í alls konar innri vinnu og meira
mynd
28. október 2019 kl. 9:51

Tíðahvörfin og kynlífið

Eitt það tímabil sem allar konur fara í gegnum er tíðahvörf. Einstaklingsbundið er hversu lengi það stendur, en það getur náð yfir nokkuð mörg ár. Tíðahvörf eru ekki sjúkdómur, heldur óumflýjanlegt ferli á æviskeiði kvenna, tengt líffræðilegri klukku kvenlíkamans.  Algengast er að konur fari í gegnum tíðahvarfatímabilið á aldrinum 45-58 ára, en meðalaldur kvenna við tíðahvörf er í kringum 51 meira
14. október 2019 kl. 9:19

9 ástæður til að taka B-12

B-12 er eitt af þessum mikilvægu bætiefnum, sem líkaminn þarf á að halda en getur ekki framleitt sjálfur. B-12 er aðallega að finna í dýraafurðum, en þar sem það er þar í svo litlu mæli, er mikilvægt að taka það reglulega inn sem bætiefni. Í þessari grein fjalla ég um níu heilsuverndandi ástæður, fyrir því að taka inn B-12. Einnig fjalla ég um ellefu einkenni um B-12 vítamínskort, en almennt er meira
mynd
1. október 2019 kl. 15:57

Sjö ástæður til að nota trefjar

Psyllium er heiti á uppleysanlegum trefjum sem unnar eru úr hýði psyllium (plantago ovata) fræsins. Þess vegna kallast bætiefni sem unnin eru úr fræjunum Psyllinum Husk, þar sem husk þýðir hýði. Plantan (plantago ovata) vex aðallega á Indlandi og rekur uppruna sinn til Asíu, en finnst þó um allan heim. Í Bandaríkjunum er hún meðal annars ræktuð í suð-vestur ríkjunum. Þar sem psyllium husk meira
3. september 2019 kl. 10:58

Örveruflóra þarma og heilsufar okkar

Þarmar okkar eru búsvæði milljón milljóna af örverum, þar á meðal baktería, vísusa, gerilveira, sveppa, frumvera og þráðorma. Áhrifamestar eru bakteríur sem tilheyra Firmicutesog Bacteriodetesættunum. Þetta örverusamfélag í iðrum okkar kallast örverulífmengi eða örveruflóra þarmanna. Örveruflóran skipar svo mikilvægt hlutverk í heilsu okkar að læknar og náttúrulæknar eru farnir að líta á hana sem meira
19. ágúst 2019 kl. 9:51

Heilsa og lífsstíll er val

Þegar við veljum að gera breytingar á lífsstíl okkar er eðlilegt að eitthvað gamalt detti út af listanum, hvort sem það er matur, hreyfingarleysi eða svefnlitlar nætur. Ég nefni þetta þrennt, því í raun eru matur, hreyfing og svefn undarstaðan að góðri heilsu og betri lífsgæðum. Þegar kemur að vali eru engin boð og bönn. Bara einfalt val um hvað þú ætlar að gera og hvað þú ætlar ekki að gera. meira
16. ágúst 2019 kl. 10:48

Rauðrófur efla heilsuna

Rauðrófur hafa orðið vinsælar sem ofurfæða á undarförnum árum, vegna rannsókna sem benda til að rauðrófur, duft úr þeim og rauðrófusafi geti bætt árangur líkamsræktarmanna, lækkað blóðþrýsting og aukið blóðflæði um líkamann. Rauðrófuduftið frá NOW SPORTS er unnið úr óerfðabreyttum rauðrófum, sem eru þurrkaðar. Hver skammtur af BEET ROOT POWDER, sem er 1 msk, jafngildir því 2 ½ rauðrófum. meira
9. ágúst 2019 kl. 9:21

Er þinn líkami enn í kaskó?

Ég hef oft í ræðu og riti líkt líkamanum við bíl, sem sál okkar eða andi ekur í gegnum lífið. Þegar við deyjum verður bíllinneftir, en andinn hverfur á annað tilverustig. Þar sem fæst okkar hafa lífvörð sem passar upp á okkar, þarf hver og einn að hugsa um sinn bíl,til að hann haldist í góðu standi eins lengi og við erum á lífi. Við kaup á nýjum bíl (þessum sem við keyrum um göturnar) velja meira
30. júlí 2019 kl. 9:55

AÐ LIFA Í NÚINU

Ég segi gjarnan við erlenda vini mína að þeir læri að lifa í núinu ef þeir koma til Íslands. Í mínum huga er einföld skýring á því og hefur ekkert með núvitundarnámskeið að gera. Þjóðin hefur í aldir alda lært að grípa tækifærin þegar þau gefast. Það hefur verið farið á sjó þegar gefur og tún slegin þegar þurrt er. Þegar ég rak hótel á Hellnum voru gestirnir oft að spyrja ráða um ferðir á meira
12. júlí 2019 kl. 11:20

10 ráð til að vernda heilsuna

Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina. 1 – Farðu árlega í læknisskoðun hjá heimilislækninum, svo meiri líkur séu á að alvarlegir sjúkdómar uppgötvist á því stigi að hægt sé að lækna þá. 2 – Nærðu ónæmikerfi þitt vel, því það er besta meira
Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira