Heilsa og útivera

23. júní 2020 kl. 9:13

6 ástæður til að nota kollagen

Kollagen er eitt helsta prótínið í líkama þínum. Það er meðal annars aðalefnið í bandvef líkamans og er að finna í sinum, liðböndum, húð og vöðvum. Kollagen stuðlar líka að að uppbyggingu húðarinnar og styrkir beinin. Á síðustu árum hefur kollagen orðið vinsælt sem bætiefni og er hægt að fá það í töflum, hylkjum og dufti. Við framleiðslu er kollagenið vatnsrofið (hydrolyzyed), en við það brotnar meira
2. júní 2020 kl. 10:31

Streita skaðar heilsuna

Hefurðu spáð í það hversu mikil áhrif streita hefur á heilsuna þína? Eða hversu oft þú segir: „Ég er svo stressuð/stressaður“? Það er eðlilegt að finna fyrir streitu, en óeðlilegt að ná ekki að slaka á inn á milli og losa sig við streituna. Verst er þó að vita að viðvarandi streita hefur bælandi áhrif á ónæmiskerfi okkar. Undir miklu streituálagi eigum við því erfitt með að ná bata á meira
29. maí 2020 kl. 14:13

Hvítlaukur og óreganó styrkja ónæmiskerfið

Ákveðnar jurtir hafa frá alda öðli verið notaðar til lækninga vegna bakteríudrepandi eiginleika sinna. Þær hafa líka verið hluti af mataræði fólks, til dæmis í kringum Miðjarðarhafið, álíka lengi enda er í dag talað um Miðjarðarhafsmataræðið sem það heilsusamlegasta, meðal annars vegna þess að þar er mikið notað af hvítlauk og óreganó.  Í þessum pistli fjalla ég um eiginleika bæði hvítlauks meira
26. maí 2020 kl. 13:48

Hvað veistu um Vagus-taugina?

Ég hef fjallað um tenginguna milli þarma (ristils og smáþarma) og heila i gegnum Vagus-taugina á HREINT MATARÆÐI námskeiðum mínum, aðallega til að skýra út fyrir fólki að það séu bein tenging þar á milli. En hvaða taug er þessi Vagus-taug og hvaða áhrif hefur hún? Hún er lengsta taug ósjálfráða taugakerfisins í mannslíkamanum, en taugakerfi okkar skiptist í miðtaugakerfi og úttaugakerfi.  meira
21. maí 2020 kl. 8:37

Vörn gegn bitmýi

Um leið og allur gróður lifnar við, lifna skordýrin líka við. Í fyrra var það lúsmýið sem truflaði fólk mest og olli víða miklum bitfaraldri. En hvort sem þú ert á svæði sem lúsmýið var á í fyrra og þess er hugsanlega að vænta á ný, eða ætlar að stunda útiveru eða veiðar þar sem mikið er af mýi, þá er frábært að verja sig með BUG BAN. BUG BAN Í ÚÐABRÚSA BUG BAN úðabrúsinn er nettur og auðvelt að meira
7. maí 2020 kl. 12:42

Styrking fyrir hormónakerfið og skjaldkirtilinn

Þegar kemur að því að styrkja hormónakerfi líkamans og starfsemi skjaldkirtils eftir náttúrulegum leiðum er Potassium Iodine bætiefnið einn besti valkosturinn. Iodine (joð) er líkamanum mikilvægt til að skjaldkirtillinn geti starfað eðlilega. Sé of lítið af því í líkamanum verður skjaldkirtillinn vanvirkur, en sé of mikið af því getur það verið ein ástæða fyrir ofvirkni í honum. HVERS VEGNA ER meira
17. apríl 2020 kl. 10:36

Timi til að sinna heilsunni

Ef það hefur einhvern tímann verið rétti tíminn til að sinna heilsunni, þá er það núna. Öflugasta vörnin gegn hvers kyns sjúkdómum er sterkt ónæmiskerfi og því er mikilvægt að styrkja það á allan hátt mögulegan. Í gær fékk ég fréttabréf frá tveimur bandarískum læknum sem báðir stunda heildrænar lækningar. Annar þeirra er Alejandro Junger sem er höfundur HREINT MATARÆÐI bókarinnar. Hinn er Dr. Tom meira
15. apríl 2020 kl. 13:19

Adam og Eve eru góðir félagar

Síðustu vikur hef ég fjallað um ýmis bætiefni sem styrkt geta ónæmiskerfið. Sterkt ónæmiskerfi er í raun öflugasta vörnin gegn árásum inn í líkamann. Því öflugra sem það er, þeim mun betur á ónæmiskerfið með að ráðast gegn óvinainnrásum og vernda heilsu okkar. MARGIR STUÐNINGSAÐILAR Í hverjum skammti af fjölvítamíni eru mörg bætiefni, sem hafa styrkjandi áhrif á líkamann. Undanfarið hef ég hlustað meira
8. apríl 2020 kl. 20:37

3 heilsuráð fyrir páskana

Þrátt fyrir alla heimavistina og bann við sumarbústaðaferðum eru allar líkur á að flestir ætli að gera vel við sig í mat og drykk um páskana. Til að lágmarka álag þess á líkamann tók ég saman þrjú heilsuráð, sem hægt er að nýta sér um páskana. #1 - MELTING OG NIÐURBROT FÆÐUNNAR Upp úr fertugu dregur mikið úr framleiðslu á þeim meltingarensímum sem eiga að hjálpa okkur að brjóta niður fæðuna svo meira
29. mars 2020 kl. 12:49

Tengslanetið og heimavistin

Við finnum það á þessum dögum sóttkvíar eða heimavistar hversu mikilvægt tengslanetið okkar er. Skyndilega verða samskipti við börn, systkini, ættingja og vini dagleg. Allir vilja vita  hvernig heilsufarið er, hvort viðkomandi sé ekki örugglega að halda sig heima ef hann er einkennalaus og hvort heimavistin sé nokkuð að fara með geðheilsuna.  Boð um aðstoð koma víða að og allir sýna meira
Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira