c

Pistlar:

27. nóvember 2007 kl. 20:05

Jóna Á. Gísladóttir (jonaa.blog.is)

Mynd af gleði

Enn skora Íslendingar á erlendri grundu og það er alltaf gaman að því.

Hljómsveitin Hraun er komin í 20 hljómsveita úrslit í tónlistarkeppni sem nefnist The Next Big Thing á vegum BBC.

Ég veit ekkert um þessa hljómsveit og hef aldrei heyrt hana nefnda. En það sem heillar mig upp úr skónum er myndin við þessa frétt. Hún sýnir væntanlega hljómsveitarmeðlimi og ekki ólíklegt að hún sé tekin á því andartaki sem tilkynnt er um áframhaldandi þátttökurétt, eða eitthvað slíkt.

Það er svo mikil gleði í þessari mynd og takið eftir barninu á myndinni. Ekki hægt annað en að fyllast gleði og hlæja svolítið yfir þessu litla andliti sem lítur út fyrir að vera hundrað prósent með á nótunum.

Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir

 

 

 Ég er nokkuð dæmigerð íslensk útivinnandi kona. Hef lokið grunnnámi í markþjálfun og gengur betur að hjálpa öðrum við markmiðasetningu en sjálfri mér. Mér lætur líka betur að stjórna öðrum en sjálfri mér. 

 netfangið mitt er jonaagisla@gmail.com

 

 

 

Meira