c

Pistlar:

3. janúar 2015 kl. 13:57

Linda Sigríður Baldvinsdóttir (lindabald.blog.is)

Hugleiðingar Lindu: 10 ráð sem virka lítið ef þú ætlar bara að lesa þau!

Ég les allstaðar þessa dagana geinar um 7-10 leiðir sem bókstaflega eiga að færa allt og öllum allt sem þeim langar í. Hluti eins og hamingjuna sjálfa í öllu sínu veldi. Velsæld, peninga, ást og bara nefndu það. Og allt eiga þetta að vera svona drive-through lausnir sem taka ekki nokkurn tíma að breyta öllu lífi þínu. Eitthvað sem þú bara pantar eins og hamborgara á Metro...Mjög smart, en því miður virkar bara ekki alveg svona og í raun ekki nema að mikil vinna og hugarbreyting eigi sér stað áður. 

Ég ætla eins og allir hinir að byrja nýja árið á því að skrifa pistil og gefa ykkur nokkur góð ráð, en ég get því miður ekki lofað því að þau virki eins og í ajax auglýsingu þar sem stormsveipur æðir yfir og allt verður stjörnum prýtt og fínt á örskotsstundu, en ég get lofað því hinsvegar að ef þú leggur hart að þér og færð jafnvel hjálp til þess að fara í gegnum þessi atriði og miklu fleiri til, þá veit ég að þú nærð afar góðum árangri og finnur jafnvel stað hamingjunnar innra með þér. Getur einnig látið drauma þá sem þig hefur dreymt um rætast ef þú kemst á þann stað að finnast þú eiga það skilið. Náir kannski líka að fylla tómarúmið sem hefur náð að stækka og stækka með ári hverju og ekkert virðist ná að fylla það. Og hver veit, kannski nærðu einnig með tímanum að komast til fulls að því hver þú ert í raun og veru, og þá ertu orðinn fullkominn. :)

Og hér koma fyrstu 10 ráðin sem ég mæli með að þú byrjir að ástunda.

No 1. Byrjaðu á að breyta hugsun þinni í átt til velgengni og jákvæðni og eyddu öllum öppum sem segja að þú eigir ekki allt gott skilið.

No 2. Farðu að tala eins og það sé nú þegar orðið að veruleika allt það sem þú vilt sjá.

No 3. Neitaðu þér um að skamma þig og tala illa um þig þó að þú gerir "mistök", lærðu af þeim og stattu upp sterkari en nokkru sinni áður.

No 4. Finndu það jákvæða og fallega í fólki í kringum þig.

No 5. Finndu það fallega í lífi þínu, persónu og umhverfi og þakkaðu fyrir það.

No 6. Taktu þér dag öðru hvoru til að þakka fyrir allt sem verður á vegi þínum og þú hefur í lífi þínu nú þegar. Byrjaðu á rúminu, sænginni, koddanum, hlýja húsinu, kalda vatninu og svo framvegis.

No 7. Sæstu við sjálfan þig, líka við líkama þinn!  þakkaðu líffærunum og öllum kerfum hans fyrir starfsemi þá sem heldur þér á lífi. Hjartað sem slær, meltinguna, blóðrásina og svo framvegis.

No 8. Gerðu góðverk á hverjum degi, faðmaðu, brostu, hrósaðu og segðu falleg orð við fólk í kringum þig.

No 9. Hugsaðu vel um heilsuna, fæðið, hreyfinguna, kyrrð hugans og afstressaðu þig.

No 10. Elskaðu sjálfan þig með öllum kostum og göllum þínum og ef eitthvað pirrar þig   sérstaklega, upphugsaðu þá leiðir til að breyta því sem pirrar. Og í Guðsbænum lifðu   samkvæmt þínum eigin gildum og skoðunum en ekki annarra!

Það hefur enginn í heimi hér sama fingrafar og þú hefur, þannig að þú ert einstök sköpun og átt bara hreinlega að vera þú og enginn annar. Þín saga er ekki eins og saga nokkurs annars, er það ekki frábært? Sjö milljarðar sagna og engin þeirra eins. Mér finnst það stórkostlegt.

Ég gæti komið með önnur 100 ráð sem gætu gagnast þér á leið þinni og leit að hamingjunni, en ætla að stoppa hér. Og þetta er eins og með önnur æfingaprógrömm, virkar ekki nema farið sé eftir þeim. Ég hvet þig sem þetta lest svo sannarlega til að æfa þetta af fullri alvöru dag hvern og bæta þannig þitt líf og annarra sem í kringum þig eru, því að saman bætum við heiminn.

Eigið hamingjuríkt glimmer og gleðiár elskurnar,

Þar til næst,

Xoxo

Ykkar Linda

Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Linda Sigríður Baldvinsdóttir

Samskipta og lífs-markþjálfi (life Coach) Undanfarin ár hef ég unnið við hvatningu og ráðgjöf, haldið fyrirlestra og námskeið ásamt því að skrifa bækur. Hægt er að hafa samband við mig í tölvupósti, linda@manngildi.is

Meira