c

Pistlar:

5. ágúst 2018 kl. 10:37

Sigvaldi Kaldalóns (svali.blog.is)

Gaman en líka erfitt

Hola amigos, héðan frá Teneveldi er allt gott að frétta. Við erum þessa dagana að fara að huga að flutning í annað húsnæði. Að mörgu leiti mun hentugra en að sama skapi þá finnst okkur leitt að fara frá Los Cristianos. Maður finnur það að það er gott að vera þar, minna um ferðamenn og meira af "lókal" fólki. Allt aðeins ódýrara heldur en á Amerísku ströndinni og fleira í þeim dúr. En nýja íbúðin er nær skólanum fyrir drengina, er eiginlega í Las Americas,  og mun fleiri krakkar þar sem eru í sama skóla, það vegur eiginlega mest.Annað atriði sem er gott, þar eru stórar svalir, raunar eru þær þrjár, og ég get loksins keypt mér grill. Mamma mía hvað ég hlakka til að fara að grilla aftur.  En við gerum árs samning og getum því komið okkur ágætlega fyrir þar. 

Sem stendur er stórfjölskyldan á svæðinu núna. Foreldrar, systur og börnin þeirra og svo stóru börnin mín. Stóri strákurinn minn heitir Nikolai Kaldalóns, býr í Noregi, verður 24 ára í október og svo María Rós Kaldalóns, prinsessan mín, verður 20 ára í september. Yndislegt að hafa alla hér, svo gaman að sýna þeim eyjuna og úsa yfir þau öllu því sem ég hef lært hér. Eitthvað svo margt að segja og deila með þeim. Þetta er yndislegur tími. 

Stundum er maður líka með í maganum. Ég er að vinna fyrir Vita, er þar reyndar bara í afleysingum en vona að það verði bara sem lengst. Viðurkenni það að ég fæ stundum í magann við að hugsa um framhaldið. Veit að í lífinu þarf maður að taka sénsa, þekki það ágætlega, en breytir því ekki að maður verður stundum hugsi yfir þessum ákvörðunum sínum. En það sem er framundan er eitthvað sem maður er að skapa. Ég stofnaði fyrirtæki hér í félagið við tvo aðra. Þetta er allt við það að komast í gang, erum að fá ferðaleyfi hér á eyjunni. Það þýðir að við getum sjálfir planað og farið í ferðir með Íslendinga sem koma hingað á eyjuna. Í augnablikinu eru hér um 1.600 íslendingar og margir þeirra til í að skoða eyjuna. Við munum bjóða upp á gönguferðir, hjólaferðir, hlaupaferðir, skoðunarferðir og fleira í þeim dúr. Þetta gerir okkur kleyft að taka líka á móti hópum og sjá um þá á meðan á dvölinni stendur. Það er gaman að vesenast í þessu og sjá að hér rétt eins og heima skiptir öllu máli að hafa einhver smá tengsl. En góðir hlutir gerast hægt og ég viðbúinn því að þetta gæti tekið einhvern tíma. Þá er bara að vona það besta og brosa. 

Takk fyrir að lesa pistilinn, gaman að fá öll þessi skemmtilegu viðbrögð. Gefur okkur heilmikið. Ég ætla að bæta við podcasti og það ætti að koma á allra næstu dögum. Verð að sjálfsögðu áfram með myndir og fleira á samfélagsmiðlunum mínum. 

SnapChat: Svalik

Instagram: svalikaldalons

FB: Svali á Tenerife 

PodCast: Væntanlegt 

Bestu kveðjur frá okkur öllum. 

Sigvaldi Kaldalóns

Sigvaldi Kaldalóns

Svali heiti ég og ætla að skrifa hér um ferðalag fjölskyldunnar til Tenerife. Jóhanna er eiginkonan og synirnir 3 eru Sigvaldi 10 ára, Valur 9 ára og Siggi Kári 2 ára. Við förum af landi brott þann 30.desember næstkomandi og markmiðið er að geta leyft ykkur sem vilja að fylgjast með herlegheitunum. Tímanum áður en við förum og eftir að út er komið. 

Meira