Skilnaðaráhugi stóreykst eftir áramót

Anna Faris og Chris Pratt skildu árið 2017.
Anna Faris og Chris Pratt skildu árið 2017. mbl.is/AFP

Nýárið er sá tími sem fólk hugsar sinn gang og breytir til. Þetta á ekki bara við um hreyfingu og mataræði heldur líka hjónabönd. Samkvæmt tölum frá Bretlandi er orðið skilnaður mun oftar slegið inn í leitarvél Google í janúar en til dæmis í desember. 

Fyrsta mánudag á árinu nær þessi áhugi hápunkti samkvæmt vefsíðu skilnaðarfyrirtækisins Amicable. Ástæðan fyrir þessum mikla skilnaðaráhuga er að hátíðirnar sem eru nýafstaðnar geta reynst brothættum samböndum erfiðar. 

Marie Claire greinir frá því að janúar er ekki eini mánuðurinn þar sem fólk áttar sig á því að það er komið með nóg af maka sínum eftir að hafa eytt miklum tíma saman, fólk hefur byggt upp væntingar og álagið á budduna jókst. Í raun minnkar skilnaðaráhugi í desember en eykst aftur í janúar. Einnig er hann mikill í júní og september. 

Er kominn tími til að skilja?
Er kominn tími til að skilja? mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál