Kyn­lífið sem fólk hræðist

Standandi kynlíf var ekki vinsælt enda oft snúið, hvað það …
Standandi kynlíf var ekki vinsælt enda oft snúið, hvað það á hvolfi. mbl.is/thinkstockphotos

Það er um að gera að vera svo­lítið æv­in­týra­gjarn í rúm­inu og prófa nýj­ar og flókn­ari stell­ing­ar. Sum­ar stell­ing­ar geta þó verið svo flókn­ar að fólk ein­fald­lega hræðist þær eins og kem­ur fram í könn­un þar sem spurt var út í hvað fólk væri hrætt við að prófa í kyn­lífi. 

Svar­end­ur voru bæði frá Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um og var meiri­hluti kvenna eða tæp 57 pró­sent og tæp­ur meiri­hluti karla tæp 43 pró­sent sam­mála um að það hrædd­ist mest 69-stöðuna stand­andi. Sem er kannski ekki skrítið enda flókið að stunda kyn­líf á hvolfi. 17 pró­sent kvenna hræddust stand­andi stöður al­mennt. 

Kon­ur voru líka hrædd­ar við endaþarms­mök eða tæp 55 pró­sent, það kem­ur kannski ekki á óvart en mun færri karl­menn hrædd­ust það eða um 31 pró­sent. 

Hjól­börurnar voru held­ur ekki vin­sælar og tæp 25 pró­sent kvenna og 16 pró­sent karla hrædd­ust þær. Sú stell­ing reyn­ir á styrk og út­hald og væri lík­lega betra að æfa fyr­ir hana líkt og stand­andi 69 í fim­leika­sal frek­ar en uppi í rúmi. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál