Verður nýju ári fagnað með grímupartíi?

Blúndugrímur og rauður varalitur gefur fallega samsetningu um áramótin.
Blúndugrímur og rauður varalitur gefur fallega samsetningu um áramótin.

Það er hefð fyrir því að Íslendingar séu með grímur á gamlárskvöld. En glöggir muna að grímuböll voru í hávegum höfð á endurreisnartímabilinu í Evrópu. Þá þótti fátt skemmtilegra en að leyna uppruna sínum og fara út að dansa með hópi af fólki án þess að félagsleg staða þín væri kunn. 

Feneyjar eru hvað þekktastar fyrir grímuböllin sín og á tímabili mátti ekki vera með grímur á almannafæri nema þegar Carnival var einu sinni á ári. Ástæðan var sú að fólk þótti sleppa fram af sér beislinu meira en góðu hófi gegndi, og oftar en ekki hækkaði tíðni glæpa og vandamála í kjölfar þess að fólk leyndi því hver það var.  

Í dag er sagan önnur og er víða þekkt um heiminn að fólk beri grímur til að fagna nýju ári. Svartar, eða gylltar grímur sem hægt er að færa yfir í fallegt hárskraut er vinsælt. 

Það gerir mikið að færa grímuna upp á höfuð og …
Það gerir mikið að færa grímuna upp á höfuð og nota sem skraut um áramótin.

 Algengt er að sá sem býður til veislunnar sé með fallegar grímur sem borðskraut við hvern disk. Á Íslandi fást grímur víða. En þeir sem eru hrifinir af þessari hefð, safna fallegum grímum allan ársins hring og þá sér í lagi í ferðalögum sínum um Evrópu. 

Hefð er fyrir því að setja grímur við matarborðið á …
Hefð er fyrir því að setja grímur við matarborðið á áramótunum.

Það er fátt fallegra en handmálaðar postulínsgrímur frá Feneyjum, sem fá að standa yfir árið sem skraut í stofunni.

Handmálaðar grímur úr postulíni frá Feneyjum eru til í ýmsum …
Handmálaðar grímur úr postulíni frá Feneyjum eru til í ýmsum formum og litum.

Sá litur sem verður oft fyrir valinu í skreytingum um áramótin er gylltur, svartur og rauðir tónar. Svo ekki sé minnst á confetti sem er ómissandi á þessum tímamótum.

Gylltur og svartur eru litir áramótanna.
Gylltur og svartur eru litir áramótanna.
Confetti er skraut áramótanna.
Confetti er skraut áramótanna.

Þegar kemur að förðun þá eru augnahár og rauðir varalitir vinsælir. Og sumar konur eru janvel svo djarfar að þær mála á sig grímu með förðuninni einni saman. Hér koma hugmyndir að fallegu útliti fyrir áramótin.

Glamúr drottningin Dita Von Teese kann að klæða sig upp …
Glamúr drottningin Dita Von Teese kann að klæða sig upp á með grímu.
Kate Moss flott að vanda.
Kate Moss flott að vanda.
Fallegar blúndugrímur eru gulls ígildi.
Fallegar blúndugrímur eru gulls ígildi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál