Sonur Steve Irwin þreytti frumraun sína á tískupöllunum

Irwin leið vel á tískupallinum.
Irwin leið vel á tískupallinum. Samsett mynd

Robert Irwin þreytti frumraun sína á tískupöllunum á áströlsku tískuhátíðinni í Melbourne á dögunum. Irwin er sonur Steve Irwin, dýralífsstjörnunnar sem lést af slysförum árið 2009.

Hinn 20 ára gamli Irwin gekk tískupallana fyrir tískuhúsið Suit Up og heillaði áhorfendur með fallegu brosi sínu og öryggi.

Irwin birti skemmtilega myndaseríu frá tískusýningunni á Instagram-síðu sinni í gærdag.

„Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að einn daginn myndi ég ganga tískupallana, en hér er ég,” skrifaði Irwin við myndaseríuna. „Vá, takk fyrir ótrúlegt kvöld.”

Irwin fetaði í fótspor föður síns heitins. Hann starfar mikið með dýrum og er einnig með dýralífsþátt. Hann er tíður gestur í spjallþætti Jimmy Fallon. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál