Bikarúrslitaleikurinn í mikilli hættu hjá Kára

Hætt er við því Víkingar verði án Kára Árnasonar í bikarúrslitaleiknum gegn FH á Laugardalsvellinum á laugardaginn.

Kári tognaði aftan í læri seint í leiknum og gat ekki haldið leik áfram en þar sem Íslendingar höfðu notað allar þrjár skiptingarnar léku þeir manni færri síðustu 10 mínútur leiksins.

Það yrði blóðtaka fyrir Víkinga að spila úrslitaleikinn án reynsluboltans Kára en Víkingar stefna á að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil frá því þeir unnu hann í fyrsta og eina skipti árið 1971 þegar þeir lögðu Breiðablik í úrslitaleik, 1:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka