Klopp ósáttur: Glæpsamlegt

Jürgen Klopp ætlar ekki að fá sér áskrift að TNT …
Jürgen Klopp ætlar ekki að fá sér áskrift að TNT þegar hann yfirgefur Liverpool. AFP/Ben Stansall

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool sat fyrir svörum blaðamanna á fundi í dag fyrir leik liðsins gegn Tottenham á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Klopp er vægast sagt ekki hrifinn af því að spila klukkan 12.30, eins og Liverpool hefur oft og mörgum sinnum þurft að gera í stjóratíð Klopps. TNT-sjónvarpsstöðin er með 12.30 leiki á laugardögum og Þjóðverjinn er kominn með nóg af stöðinni.

„Ég væri til í að vera fluga á vegg þegar einhver stingur upp á Liverpool í 12.30 leikinn og allir fara að skellihlæja. Ég spjallaði við forráðamenn stöðvarinnar um daginn, ég mun klárlega ekki horfa á þessa stöð aftur.

Það er glæpsamlegt að spila á fimmtudegi og svo sunnudegi eða miðvikudegi og svo á laugardegi klukkan 12.30,“ sagði hann.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert