Býður United 10 milljarða í leikmanninn?

Jarrad Branthwaite hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína með …
Jarrad Branthwaite hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína með Everton. AFP/Paul Ellis

Manchester United hefur mikinn áhuga á hinum 21 árs gamli knattspyrnumanni Everton Jarrad Branthwaite. 

Branthwaite er miðvörður sem hefur verið með betri leikmönnum Everton í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. 

United hefur áður verið orðað við leikmanninn en nú kemur fram að félagið sé tilbúið að greiða Everton 55 milljónir punda eða um það bil tíu milljarða íslenskra króna. 

Miðvörðurinn Raphael Varane mun yfirgefa herbúðir Manchester United að yfirstandandi tímabili loknu og leitar United því sér að arftaka hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert