Tveir reyndir leikmenn á förum frá Liverpool

Joel Matip í baráttunni við Alfredo Morelos. Thiago fylgist með.
Joel Matip í baráttunni við Alfredo Morelos. Thiago fylgist með. AFP/Nigel Roddis

Knattspyrnumennirnir Joel Matip og Thiago eru á förum frá Liverpool í sumar er samningur þeirra hjá félaginu rennur út. 

Þetta staðfesti félagið í dag en leikmennirnir tveir hafa verið stórir hlekkir á tímum Jürgen Klopp knattspyrnustjóra. 

Matip gekk til liðs við Liverpool sumarið 2016 og hefur síðan leikið yfir 200 leiki fyrir félagið.

Hann var byrjunarliðsmaður er Liverpool vann Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina en sleit krossband snemma á yfirstandandi tímabili.

Thiago gekk til liðs við Liverpool haustið 2020 og hefur síðan þá leikið 98 leiki. 

Thiago kom frá Bayern München þar sem hann hafði verið lykilmaður en ferill hans hjá Liverpool einkenndist af meiðslum og spilaði hann til að mynda bara einn leik á þessu tímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert