Uppáhalds augnablik Klopp með Liverpool

Jürgen Klopp er goðsögn í Liverpool-borg.
Jürgen Klopp er goðsögn í Liverpool-borg. AFP/Filippo Monteforte

Jürgen Klopp sat fyrir svörum á síðasta fréttamannafundi sínum sem knattspyrnustjóri karlaliðs Liverpool í dag. 

Fór hann víða yfir og var meðal annars spurður út í uppáhalds augnablikin sín sem stjóri liðsins. 

„Besti leikur sem ég hef séð hjá mínu liði var gegn City í ár. Við höfum aldrei stjórnað leik gegn City eins vel, við áttum hann í 60 mínútur. Það voru mínar uppáhalds 60 mínútur,“ sagði Klopp. 

Var hann síðan spurður í viðbót:

Uppáhalds leikur? „Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2019.“ 

Uppáhalds mark? „Markið hans Alisson.“

Uppáhalds stoðsending? „Stoðsending Trent Alexander-Arnold.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert