„Málið milli mín og Salah er leyst“

Jür­gen Klopp.
Jür­gen Klopp. AFP/Ben Stansall

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska liðsins Liverpool sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Klopp var m.a. spurður út í stöðu mála varðandi Mohamed Salah, leikmann liðsins, en þeir virtust rífast á hliðarlínunni rétt áður en Klopp setti Egyptann inná í síðasta leik liðsins gegn West Ham.

„Það mál er leyst. Það er ekkert vandamál. Við höfum þekkt hvorn annan lengi og virðum hvorn annan mikið. Við getum alveg átt við þetta utanaðkomandi vandamál. Þetta er engin frétt.

Ef við hefðum verið að vinna leikinn og að skora mörk hefði þetta aldrei gerst, því þá hefði Salah aldrei verið á bekknum, svo auðvitað hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta.“

Þá var Klopp einnig spurður út í framtíð Salah en hún virðist vera í lausu lofti. Hann á einungis rúmt ár eftir að samningi sínum við Liverpool og hefur verið orðaður frá félaginu.

„Salah er frábær leikmaður en það er ekki mitt að tjá mig um þetta. Það mega aðrir sjá um það. Ég er ekki rétta manneskjan til að tala um þetta þar sem það er annað fólk sem mun taka þessa ákvörðun.“

Um ástandið á leikmannahópnum sagði Klopp að Portúgalinn Diogo Jota væri ekki enn byrjaður að æfa og yrði þvi ekki með liðinu um helgina. Conor Bradley er byrjaður að æfa en Virgil van Dijk hefur verið frá æfingum. Hann ætti þó að æfa í dag og verður því líklega með um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert