Breiðablik áfram eftir dramatík

Breiðablik er komið áfram eftir dramatík.
Breiðablik er komið áfram eftir dramatík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breiðablik er komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta eftir dramatískan 3:2-sigur á Keflavík úr 1. deild í kvöld. Keflavík var yfir þegar tíu mínútur voru til leiksloka en þá tók Kristinn Steindórsson til sinna ráða. 

Hinn 19 ára gamli Stefán Ingi Sigurðarson kom Breiðabliki yfir með fyrsta marki leiksins á 32. mínútu en Rúnar Þór Sigurgeirsson jafnaði á 50. mínútu áður en Kian Williams kom Keflavík í 2:1. 

Breiðablik gafst hinsvegar ekki upp og Kristinn Steindórsson jafnaði í 2:2 á 81. mínútu og fimm mínútum síðar var hann aftur á ferðinni með sigurmarkið og þar við sat. 

mbl.is