Brynjólfur með þrennu þegar Blikar kræktu í bikar

Brynjólfur Willumsson skoraði þrennu gegn ÍA.
Brynjólfur Willumsson skoraði þrennu gegn ÍA. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik sigraði ÍA, 5:1, í úrslitaleik Fótbolta.net móts karla í fótbolta á Kópavogsvelli í gærkvöld og Kópavogsliðið vann þar með keppnina í fimmta skipti á síðustu tíu árum.

Í mótinu taka þátt lið utan Reykjavíkur og átta lið spila í A-deild mótsins. Breiðablik og ÍA unnu sína riðla og léku því til úrslita.

Brynjólfur Willumsson skoraði þrennu fyrir Blika í kvöld eftir að Gísli Eyjólfsson og Thomas Mikkelsen höfðu skorað tvö fyrstu mörkin á fyrstu tíu mínútum leiksins. Breiðablik komst í 5:0 áður en Ingi Þór Sigurðsson minnkaði muninn fyrir Skagamenn.

ÍA varð í þriðja sæti með 3:2 sigri á HK og Grótta vann Keflavík 3:2 í leik um fimmta sætið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert