Ísland mætir Ítalíu tvívegis

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru báðar í landsliðshópnum …
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru báðar í landsliðshópnum sem mætir Ítalíu tvívegis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska kvenna­landsliðið í knatt­spyrnu leik­ur sína fyrstu leiki undir stjórn Þorsteins Halldórssonar gegn Ítalíu 10. og 13. apríl. Leikið verður á Enzo Bearzot-vellinum í Coverciano, þar sem æfingasvæði ítölsku landsliðanna er staðsett.

Áður hafði verið tilkynnt að Ísland myndi mæta Ítalíu 13. apríl en liðið myndi mæta „óþekktum andstæðingi“ þann tíunda. Nú hefur Knattspyrnusamband Íslands hins vegar tilkynnt að báðir leikirnir verði gegn Ítalíu.

Þetta verður í sjötta og sjöunda sinn sem liðin mætast og í fyrsta sinn síðan 2007 þegar liðin mætt­ust í Al­gar­ve-bik­arn­um. Þá fóru Ítal­ir með 2:1-sig­ur af hólmi en Ítal­ía hef­ur tvisvar fagnað sigri í viður­eign­um sín­um gegn Íslandi, tví­veg­is hafa liðin gert jafn­tefli og einu sinni hef­ur Ísland farið með sig­ur af hólmi.

Landsliðshóp­ur Íslands:

Markverðir:
Sandra Sig­urðardótt­ir | Val­ur | 34 leik­ir
Cecil­ía Rán Rún­ars­dótt­ir | Öre­bro | 1 leik­ur
Telma Ívars­dótt­ir | Breiðablik

Varn­ar­menn:
Hafrún Rakel Hall­dórs­dótt­ir | Breiðablik
Elísa Viðars­dótt­ir | Val­ur | 38 leik­ir
Anna Björk Kristjáns­dótt­ir | Le Havre | 43 leik­ir
Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir | Rosengård | 89 leik­ir, 6 mörk
Guðrún Arn­ar­dótt­ir | Djurgår­d­en | 8 leik­ir
Guðný Árna­dótt­ir | Na­poli | 8 leik­ir
Hall­bera Guðný Gísla­dótt­ir | AIK | 117 leik­ir, 3 mörk
Áslaug Munda Gunn­laugs­dótt­ir | Breiðablik | 2 leik­ir

Miðju­menn:
Karitas Tómasdóttir | Breiðablik
Andrea Rán Hauks­dótt­ir | Le Havre | 10 leik­ir, 2 mörk
Dagný Brynj­ars­dótt­ir | West Ham | 90 leik­ir, 29 mörk
Berg­lind Rós Ágústs­dótt­ir | Öre­bro | 1 leik­ur
Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir | Or­lando Pri­de | 76 leik­ir, 10 mörk
Al­ex­andra Jó­hanns­dótt­ir | Eintracht Frankfurt | 10 leik­ir, 2 mörk
Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir | Bayern München | 4 leik­ir, 1 mark

Sókn­ar­menn:
Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir | Le Havre | 48 leik­ir, 6 mörk
Elín Metta Jen­sen | Val­ur | 54 leik­ir, 16 mörk
Agla María Al­berts­dótt­ir | Breiðablik | 33 leik­ir, 2 mörk
Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir | Kristianstad | 5 leik­ir, 2 mörk
Hlín Ei­ríks­dótt­ir | Piteå | 18 leik­ir, 3 mörk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka