Lið úr 5. deild með í bikarnum

Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar undanfarinna fjögurra ára.
Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar undanfarinna fjögurra ára. mbl.is/Óttar Geirsson

Í hádeginu verður dregið til 32-liða úrslitanna í bikarkeppni karla í fótbolta í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal.

Lið Bestu deildar karla mæta nú til leiks ásamt þeim 20 liðum úr neðri deildunum sem komust í gegnum fyrstu tvær umferðir keppninnar en 32-liða úrslitin verða leikin dagana 24. og 25. apríl.

Eitt lið úr 5. deild, eða sjöttu efstu deild Íslandsmótsins, er eftir í keppninni en það er lið Hafna sem vann Knattspyrnufélagið Miðbæ 12:0 í fyrstu umferðinni og Úlfana 5:0 í 2. umferð keppninnar.

Tvö lið úr 1. deild féllu út í 2. umferð keppninnar, Leiknir R. og Njarðvík, en þau töpuðu fyrir öðrum liðum úr 1. deildinni, Aftureldingu og Gróttu.

Eftirtalin 32 lið eru í pottinum þegar dregið verður í dag:

Besta deildin: Breiðablik, FH, Fram, Fylkir, HK, ÍA, KA, KR, Stjarnan, Valur, Vestri, Víkingur R.

1. deild karla: Afturelding, Dalvík/Reynir, Fjölnir, Grindavík, Grótta, ÍBV, ÍR, Keflavík, Þór, Þróttur R.

2. deild karla: Haukar, Höttur/Huginn, Selfoss.

3. deild karla: Augnablik, Árbær, ÍH, Víðir.

4. deild karla: KÁ, Tindastóll.

5. deild karla: Hafnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert