Fjórir úr Bestu deildinni úrskurðaðir í bann

Oliver Ekroth verður í banni gegn KA.
Oliver Ekroth verður í banni gegn KA. mbl.is/Óttar Geirsson

Oliver Ekroth, varnarmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík, tekur út leikbann þegar Víkingar taka á móti KA í 4. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á sunnudaginn kemur.

Svíinn var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag vegna fjögurra gula spjalda sem hann hefur fengið í fyrstu leikjum tímabilsins.

Hann hefur fengið gult spjald í öllum þremur leikjum Víkings í Bestu deildinni og fékk að auki gula spjaldið í leiknum við Val í Meistarakeppni KSÍ.

Atla Hrafn Andrason tekur út leikbann þegar lið hans HK mætir heimsækir Vestra, Árbæingurinn Orri Sveinn Stefánsson verður í leikbanni þegar Fylkir tekur á móti Stjörnunni og Bjarni Mark Antonsson verður einnig í banni þegar Valur tekur á móti Fram en þessir þrír fengu allir rauða spjaldið í leikjum sinna liða í þriðju umferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka