Sturridge að fá nýjan samning

Daniel Sturridge fagnar marki með Liverpool.
Daniel Sturridge fagnar marki með Liverpool. AFP

Liverpool ætlar að gera nýjan samning við sóknarmanninn Daniel Sturridge að sögn enskra fjölmiðla.

Núgildandi samningur Sturridge við Liverool rennur út eftir leiktíðina en Sturridgde, sem var í láni hjá WBA seinni hluta tímabilsins i fyrra , hefur sýnt fína takta í þeim leikjum sem hann hefur fengið tækifæri í á tímabilinu.

Sturridge, sem er 29 ára gamall, hefur ekki verið í byrjunarliði Liverpool í neinum leik í deildinni en hann hefur skorað fjögur mörk í þeim níu leikjum sem hann hefur komið við sögu í í öllum keppnum með Liverpool-liðinu.

Sturridge og félagar hans í Liverpool verða í eldlínunni síðdegis á morgun en þá sækja þeir Huddersfield heim.

mbl.is