Rooney vill halda ten Hag

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. AFP/Daniel Leal

Fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, Wayne Rooney, segir vandamál Manchester liðsins ekki vera einungis á herðum knattspyrnustjórans Erik ten Hag. 

Tap Manchester United gegn Arsenal í gær þýðir að United hefur einungis unnið tvo af síðustu fjórtán leikjum sínum. Tvo af þessum leikjum vann liðið eftir framlengingu, gegn Coventry og Liverpool í ensku bikarkeppninni.

Mikið hefur verið rætt um framtíð ten Hag sem knattspyrnustjóra liðsins og Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur meðal annarra verið orðaður við stöðuna. Rooney og Roy Keane eru þó á því að ten Hag eigi að halda starfinu.

„Mín skoðun er að gefa honum lengri tíma vegna þess að það eru mörg vandamál innan félagsins. Leikmannakaup skipta mjög miklu máli og hafa ekki verið góð en hann (ten Hag innsk.) þarf tíma til að ná tökum á þeim. Sagði Rooney á Sky Sports eftir leik.“

„En við höfum séð þetta gerast áður, Louis Van Gaal var rekinn þrátt fyrir að vinna bikarinn.“

Roy Keane var einnig spurður álits og sagðist vona að ten Hag fái lengri tíma með liðið. United mætir nágrönnum sínum í Manchester City í bikarúrslitum í lok mánaðarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert