50% stuðningsmanna Liverpool sætta sig við það

Mohamed Salah.
Mohamed Salah. AFP/Paul Ellis

Í kringum 50% stuðningsmanna enska knattspyrnufélagsins Liveroool myndu sætta sig við það ef stjarna liðsins Mohamed Salah færi frá félaginu í sumar. 

SkySports gerði könnun þar sem margir stuðningsmenn liðsins voru spurðir. Niðurstöðurnar voru að um helmingur stuðningsmanna myndu sætta sig við brottför Egyptans. 

Salah, eins og flestum er kunnugt, hefur verið aðalsóknarmaður félagsins undanfarin ár en hann gekk til liðs við félagið árið 2017. Þá hefur hann verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert