Mörkin: Fékk á sig víti og skoraði svo

Emiliano Buendía átti þátt í báðum mörkunum í 1:1-jafntefli Aston Villa og Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

Undir lok fyrri hálfleiks fékk hann dæmda á sig vítaspyrnu þegar hann felldi Maxwel Cornet innan vítateigs. Ashley Barnes skoraði af öryggi úr spyrnunni.

Snemma í síðari hálfleik bætti Buendía hins vegar upp fyrir mistökin þegar hann skoraði með skoti á lofti eftir sendingu John McGinn. Skotið var beint á Nick Pope sem hefði átt að verja en tókst aðeins að verja boltann í netið.

Bæði mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is