Metfjöldi marka skoruð á fyrstu mínútu (myndskeið)

Á yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla hafa alls tíu mörk verið skoruð áður en mínúta er liðin af leikjum.

Í rúmlega 30 ára sögu úrvalsdeildarinnar hafa aldrei verið skoruð jafn mörg mörk á fyrstu mínútu leikja.

Það mark sem kom langfljótast skoraði Philip Billing eftir aðeins níu sekúndna leik, fyrir Bournemouth gegn Arsenal.

Arsenal hefur sömuleiðis skorað mark á innan við mínútu og fengið á sig til til viðbótar, eftir aðeins 27 sekúndur gegn Southampton.

Everton er svo eina liðið sem hefur skorað tvívegis á innan við mínútu á tímabilinu, það hafa bæði Dwight McNeil og Abdoulaye Doucouré gert.

Mörkin tíu má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert