Steam gefur út PC-lófatölvu

Steam Deck.
Steam Deck. Skjáskot/store.steampowered.com/steamdeck

Tölvuleikjaframleiðandinn Valve, einna best þekktur fyrir tölvuleikjanetverslun sína Steam þar sem nálgast má ótalmarga tölvuleiki á einum stað, hefur tilkynnt útgáfu lófatölvu (e. handheld PC).

Flestir kannast eflaust við lófatölvuna frá Nintendo, Switch, sem að vakti mikla athygli með því að bjóða upp á annars vegar leikjatölvu sem tengdist við sjónvarp eins og hefðbundin leikjatölva, en einnig upp á það að taka tölvuna með sér og spila hvar sem er á innbyggðum skjá.

Steam ætlar að taka þetta skrefi lengra og er í rauninni að gefa út PC tölvu í sama stíl og Switch. Tölvan mun bera heitið Deck og þrátt fyrir að vera lítil gefa tæknilegar upplýsingar um tölvuna í skyn að hún muni standa sig vel í því hlutverki sem henni er ætlað.

Pantaðu þér Steam Deck núna

Forpantanir eru byrjaðar fyrir Steam Deck með ákveðnum skilyrðum. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um tölvuna og forpantanir á vefsíðu Steam: store.steampowered.com/steamdeck

mbl.is