Rúmlega 80% fótboltaáhugamanna í Kína hafa áhuga á rafíþróttum

Aðdáendur Kínverska fótboltalandsliðsins.
Aðdáendur Kínverska fótboltalandsliðsins. AFP

Vinsældir raffótbolta hafa aukist í takt við auknar vinsældir rafíþrótta um allan heim. Áhugavert þykir að rúmlega helmingur Kínverja sem fylgjast með fótbolta segist sitja jafnspenntur yfir raffótbolta og venjulegum fótbolta, ásamt því að 84% fótboltaáhugamanna þar í landi sögðust einnig hafa áhuga á rafíþróttum.

Könnun gerð meðal fótboltaáhugmanna í ýmsum löndum

Könnun var gerð á vegum fyrirtækisins Safe Betting Sites í ýmsum löndum þar sem fótboltaaðdáendur voru spurðir hvort þeir hefðu áhuga á rafíþróttum og hversu spennandi þeim fyndist að fylgjast með raffótbolta. 

Áhugaverð tenging milli fótboltaáhugamanna og raffótbolta

Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að 52% kínverskra fótboltaáhugamanna finnst raffótbolti alveg jafn spennandi og venjulegur fótbolti, en aðeins 29,5% fótboltaáhugamanna í Evrópu fannst það sama.

Fótboltaáhugamenn í Kína og Bandaríkjunum sýndu mestan áhuga á rafíþróttum í heild. 84% fótboltaáhugamanna í Kína og 66% í Bandaríkjunum sögðust einnig hafa áhuga á rafíþróttum, en aðeins 51,6% fótboltaáhugamanna í þeim Evrópulöndum sem tóku þátt í könnuninni sögðu það sama.

Sífellt koma fram nýjar staðreyndir sem sanna velgengni rafíþrótta á heimsvísu

Á hverjum degi koma fram í sviðsljósið hlutir og staðreyndir sem sanna enn frekar vinsældir og velgengni rafíþrótta á heimsvísu. Áhugaverðar niðurstöður komu úr þessari könnun, enda ekki margir sem tengja saman venjulegar íþróttir og rafíþróttir.

mbl.is