Ísland til umfjöllunar hjá einum stærsta rafíþróttamiðlinum

Grafík/RÍSÍ

Einn stærsti rafíþróttamiðill heims, Esports Insider, fjallar um Rafíþróttasamtök Íslands í grein sem kom út á miðlinum í gær. Í greininni er tekið viðtal við Ólaf Hrafn Steinarsson, formann RÍSÍ, og fjallað um hvernig RÍSÍ hafa verið að byggja upp sína starfsemi og áherslu samtakanna á grasrótarstarf.

Greinin gæti þótt gott lesefni en þar má sjá að hverju starsfemi RÍSÍ beinist og hvernig samtökin stefna að því að láta það verða að veruleika að Ísland verði ein af bestu rafíþróttaþjóðum heims á næstu árum þrátt fyrir smáa stærð.

Hægt er að finna greinina í Facebook-pósti RÍSÍ hér fyrir neðan.

mbl.is