Nýr Starborne leikur á leiðinni

Grafík/Solid Clouds

Fyrr í sum­ar til­kynnti Solid Clouds fram­leiðslu á nýj­um geim­leik fyr­ir tölv­ur og snjall­tæki, Star­borne: Frontiers. Þar fara spil­ar­ar í hlut­verk for­ingja yfir geim­flota sem safn­ar að sér skip­um og berst við óvini úr ýms­um fylk­ing­um.

Spennandi uppákomur og nýjar aðferðir til sigurs

Sag­an er spenn­andi og full af óvænt­um uppá­kom­um og per­sónugalle­ríið er lit­ríkt. Leik­menn geta notið þess að sjá skipa­flot­ann sinn stækka, betr­um­bæta geim­skip­in og læra nýj­ar aðferðir til að sigr­ast á and­stæðing­um sín­um.

Í leikn­um geta spil­ar­ar kannað Star­borne heim­inn, bar­ist við aðra, ná yf­ir­ráðum á nýj­um svæðum og berj­ast við óvina­fylk­ing­ar til að ná lengra og öðlast meiri völd. Herkænska skipt­ir sköp­um í Star­borne: Frontiers, en ekki síður að byggja upp öfl­ug­an geim­flota til að geta mætt stærstu ógn­um him­in­hvolf­anna.

Starborne heimurinn aðgengilegri en áður

Star­borne: So­v­er­eign Space er fjöl­spil­un­ar­leik­ur með djúpri herkænsku sem er spilaður á löng­um tíma í senn, á meðan Star­borne: Frontiers verður aðgengi­leg­ur jafnt fyr­ir fólk sem vill spila ein­samalt eða með öðrum, með skemmti­lega sögu og gríp­andi leik­k­erfi. Með þessu mun Star­borne heim­ur­inn - og þær djúpu sög­ur sem hann hef­ur að geyma - verða aðgengi­leg­ur fleiri og fjöl­breytt­ari spil­ur­um en áður. Star­borne: Frontiers kem­ur út um mitt næsta ár.

Hér að neðan má sjá stiklu úr leikn­um

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert