Guild Esports stofnar kvenkyns Valorant lið

Kvenkyns liðs Guild Esports í Valorant.
Kvenkyns liðs Guild Esports í Valorant. Skjáskot/twitter.com/GuildEsports

Breska rafíþróttafélagið Guild Esports, sem er að hluta til í eigu David Beckham, hefur nú stofnað kvenkyns rafíþróttalið í leiknum Valorant. 

Voru áður Project X

Heitir kvenkyns lið þeirra Guild X og samanstendur af leikmönnunum Roxi, Smurfette, Glance, Kim og Cinnamon. Spiluðu leikmenn liðsins áður undir nafninu Project X, en hafa nú skrifað undir samning við félagið Guild Esports.

Sigruðu þær undir mótið Women in Games Valorant Community Cup fyrr í septembermánuði, er þær spiluð undir nafni Project X. Þær munu í fyrsta sinn spila undir nafni Guild X á mótinu VCT Game Changers sem hefst í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert