Íslendingar sterkir í Nýja heiminum

Tölvuleikurinn New World.
Tölvuleikurinn New World. Grafík/Amazon Games/New World

Íslendingar hafa margir hverjir verið spenntir yfir tölvuleiknum New World og eins eru fjölmargir Íslendingar sem spila hann en strax í byrjun höfðu þeir valið sér rás til þess að spila saman á og spila flestir Íslendingar á rásinni Thule.

Fullmannað félag

Á Thule-rásinni hefur eitt stærsta Íslendingafélag innan Mauraders-herflokksins, Íslenska Landsliðið, vakið mikla athygli fyrir kunnáttu sína og virkni innanleikjar en félagið breytti nýlega um nafn og heitir nú Landslide.

Landslide hefur verið fullmannað nánast frá stofnun félagsins en aðeins hundrað einstaklingar geta tilheyrt hverju félagi fyrir sig.

Breyttu um nafn

„Við breyttum nafninu einfaldlega afþví útlendingar skilja ekki „Íslenska Landsliðið“ og það er þægilegra að fólk viti hvað á að kalla okkur,“ segir Daði Ingvason, einnig þekktur sem „Tappakall“, í samtali við mbl.is en hann er stofnandi og flokkstjóri (e. governor).

„Landslide er var bara eitthvað sem sumir voru farnir að kalla okkur fyrirfram afþví „Landsliðið“ og „Landslide“ eru svipuð orð.“

Aldrei tapað stríði

Landslide eru búnir að eiga besta svæðið á kortinu frá fyrstu viku og hefur stríði verið lýst yfir svæðinu um fimmtán sinnum en Landslide tekist að verja það í hvert skipti.

„Akkúrat núna eru svona 60-70 virkir Íslendingar í félaginu og við erum með sterkari félögunum á rásinni, ég myndi segja næst sterkasta félagið á rásinni,“ segir Tappakall.

Sem fyrr segir geta aðeins hundrað manns verið í hverju félagi fyrir sig og þurfa því umsjónarmenn Landslide að henda fólki út sem er ekki virkt til þess að viðhalda árangri og virkni félagsins.

Íslendingar hópast saman

Eins hafa margir einstaklingar skipt um rás og herflokk til þess að gerast félagar í Landslide en Tappakall segir það vera möguleika að búa til annað félag til þess að allir Íslendingar geti verið virkir samfélagsþegnar í New World en það ræðst af eftirspurn.

Nú þegar hafa félög innan Mauraders herflokksins sameinast og má nefna að tveir stjórnendur WeKingar skiptu yfir í Landslide og deila því flokkarnir bandalagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert