Breytingar á stigagjöf í Halo

Aukning á reynslustigagjöf í tölvuleiknum Halo Infinite.
Aukning á reynslustigagjöf í tölvuleiknum Halo Infinite. Grafík/343 Industries

Halo Infinite hefur gert leikmönnum auðveldara fyrir að ná árangri í leiknum með því að auka reynslustigagjöf innanleikjar.

Samfélagsstjóri 343 Industries, John Junyszek, tísti frá ítarlegum breytingum á stigagjöfinni í tölvuleiknum þar sem hann greindi frá því að viðureignir gefi betur af sér nú en áður. 

Mikil aukning á stigagjöf

Fyrsta viðureign leikmanna mun nú gefa af sér 300 reynslustig á meðan önnur og þriðja viðureign mun gefa af sér 200. Fimmta og sjötta mun gefa af sér 100 reynslustig hvor en allar viðureignir eftir það gefa 50 reynslustig.

Þessar breytingar á stigagjöfum eru stórvægilegar þar sem að leikmenn fengu aðeins 50 reynslustig fyrir hverja viðureign áður, sama hversu margar viðureignir leikmenn höfðu átt fyrr yfir daginn. 

Það þýðir að leikmenn hefðu þurft að spila um tuttugu viðureignir til þess að hækka um eitt borð innanleikjar en nú nægir að spila einungis sex.

Hlusta á leikmenn

„Við vitum að mörg ykkar vildu fá ennþá stærri breytingar og við erum staðráðin í að fylgja því eftir, en það mun taka smá tíma. Við höfum gefið út þessa uppfærslu sem byggð var á gögnum og endurgjöf leikmanna, og við munum fylgjast með áhrifum hennar,“ segir Junyszek á Twitter aðgangi sínum.mbl.is