Stofna háskóladeild í rafíþróttum

Tólf háskólar í Kanada stofnuðu Canadian Collegiate Esports League, eða …
Tólf háskólar í Kanada stofnuðu Canadian Collegiate Esports League, eða kanadísku háskóladeildina í rafíþróttum. Ljósmynd/Hermes Rivera

Daglega berast fregnir af stofnun nýrra rafíþróttadeilda eða -félaga. Hraður vöxtur rafíþrótta á heimsvísu er augljós óháð því í hvaða átt er litið. Tólf háskólar í Kanada tóku sama höndum og stofnuðu Canadian Collegiate Esports League, eða kanadísku háskóladeildina í rafíþróttum.

Metnaðarfull markmið

Markmiðið með stofnun deildarinnar er að gefa nemendum í háskólum í Kanada möguleikann á frekari tækifærum í rafíþróttum, rafíþróttakeppnum og skólastyrki.

Fyrsta mótið sem deildin ætlar að halda verður mót í Forza Motorsport, og er áætlað að það fari fram í vetur. Fleiri mót eru á döfinni en þau hafa ekki verið tilkynnt.

Deildin ætlar að koma af stað streymisrásinni CCEL TV og stefna á að sýna frá keppnum á þeirra vegum ásamt fleira efni tengdu rafíþróttum. 

Ánægður með áhuga og ákveðni Kanada

Til að stjórna deildum og leikmönnum, ásamt því að skipuleggja mót munu aðildarháskólar kanadísku háskóladeildarinnar í rafíþróttum notast við rafíþróttagreininar og -stjórnunargátt Harena Data, sem nefnist GYO Score.

„Sem Kanadabúi og atvinnumaður í rafíþróttum er ég afar sáttur með áhuga og ákveðni Kanada til að stækkun rafíþróttaviskerfi landsins. 

Við ætlum að þróa Kanada sem alþjóðlega miðstöð fyrir háskólarafíþróttir. Þetta verður einn besti staðurinn fyrir nemendur til að þróa færni þeirra í rafíþróttum og verða atvinnumenn,“ er haft eftir Bill Dever, framkvæmdastjóra stefnumótunar hjá Harena Data.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert