Tölvuleikjanörd spreytir sig á heræfingum

Rafíþróttamaðurinn og efnishöfundurinn WarOwl fékk að spreyta sig á raunverulegum …
Rafíþróttamaðurinn og efnishöfundurinn WarOwl fékk að spreyta sig á raunverulegum heræfingum. Skjáskot/YouTube

Rafíþróttamaðurinn og efnishöfundurinn Warron Fowler, einnig þekktur sem Warowl, birtit myndband á YouTube fyrr á árinu þar sem hann sýnir frá því hvað gerist þegar tölvuleikjanörd sækir raunverulegar hermannaæfingar.

Hafði hann verið að æfa líkamlegt hreysti sitt í um fjóra mánuði áður en hann fór og tók þátt í gildum hermannaæfingum á meðal öðrum efnishöfundum og hermönnum.

Var hann látinn hlaupa, gera upphífingar og tók hann einnig þátt í skotprófi þar sem hann miðaði byssu á ákveðið skotmark og skaut úr henni. Fékk hann þar heildareinkunnina 79 en hefði þurft 80 til þess að standast prófið.

Warowl tók á fleiri áskorunum og horfa má á myndbandið í heild sinni hér að neðan.

mbl.is