Ásakaður um ofbeldi af fyrrverandi kærustu

Frosty, 16 ára Valorant leikmaður, er ásakaður um kynferðislegt ofbeldi …
Frosty, 16 ára Valorant leikmaður, er ásakaður um kynferðislegt ofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni. Skjáskot/Twitter

Sextán ára rafíþróttamaður var ásakaður af fyrrverandi kærustu sinni um kynferðislegt ofbeldi í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter.

Frosty, atvinnumaður í Valorant, er ásakaður um að hafa brotið kynferðislega á fyrrverandi kærustunni sinni Chennie, en hún tísti frá því og segir í smáatriðum frá upplifun hennar.

Hittust í fyrsta skiptið

Chennie segist hafa flogið til Myrtle Beach og ætlað að vera þar í þrjá daga til þess að heimsækja þáverandi kærastann sinn, Frosty. Voru þau búin að eiga í ástarsambandi í einn og hálfan mánuð áður en þau hittust í persónu í fyrsta skiptið og höfðu þau bæði veitt samþykki til þess að stunda saman kynlíf áður en meint atvik hafi átt sér stað.

Segir hún að eitt kvöldið hafi hann reynt að stunda með henni kynmök en hún hafi neitað vegna þess að henni var illt í líkamanum og óviss hvort henni langaði til þess að gera nokkuð kynferðislegt á þeirri stundu. Hún segir Frosty hafa þrýst á sig með orðum og að hún hafi verið í svo miklu áfalli að hún fraus en hafi rankað við sér í miðjum klíðum og farið að gráta.

Bað hana afsökunar

Á hann þá að hafa beðið hana afsökunar og viðurkennt að hann hafi notfært sér aðstöðu sína eftir að hún fór að gráta en mánuðum saman trúði hún því að þetta hafi ekki verið brot gegn henni þar sem að hann baðst afsökunar. 

„En nú þar sem við erum á þeim stað sem við erum á núna, geri ég mér grein fyrir því að áfallið sem átti sér stað var gilt,“ segir Chennie í tilkynningunni.

Frosty tísti frá því að hann hafi séð ásökunina á netinu og staðhæfir að hann hafi ekki brotið á henni og þyki miður að heyra af þessu. Eins tekur hann fram að hann muni vera í fullu samstarfi við hverja sem koma að rannsókn málsins.



Opinberar skilaboðasamskipti

Chennie tístir áfram um þetta mál og birtir myndband þar sem hún sýnir frá skilaboðasamskiptum þeirra á milli.

Eins tísti vinkona hennar um þetta mál og segir að þar sem þær eru vinkonur hafi hún fylgst með samskiptum þeirra og telur að hann hafi beitt hana ofbeldi allan tíman.

Frosty endurtísti í fyrradag tilkynningu frá liðinu sem hann spilar með, Knights GG, þar sem tekið er fram að rannsókn sé hafin á málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert