Sýndi húðflúrið á mjóbakinu í beinni

Á myndinni sést þegar Dói sýnir frá húðflúrinu sínu á …
Á myndinni sést þegar Dói sýnir frá húðflúrinu sínu á mjóbakinu og Óli Jóels hlær af. Skjáskot/Twitch/GameTíví

GameTíví hélt upp á Kryddpylsuna um áramótin þar sem fengnir voru gestir í viðtöl auk annarra skemmtilegra uppákomna.

Í þættinum ákvað skemmtikrafturinn Dói meðal annars að sýna frá áhugaverðu húðflúri sem hann ber á mjóbakinu. 

„Þetta er lágpunktur lífs míns,“ segir Dói er hann hélt uppi peysunni sinni til þess að sýna áhorfendum sem og öðrum þáttastjórnendum húðflúrið. 

Hlógu þáttastjórnendur að þessu og tóku undir að þetta væri botninn en það gefur augaleið að þeir eru að gantast, enda eru þeir miklir vinir og mikið grínast í þáttum GameTíví.

mbl.is